Skólastarfið í Nýja tónlistarskólanum hefst mánudaginn 26. ágúst samkvæmt stundarskrá. 

Kennarar munu hafa samband við ykkur, dagana fyrir upphaf kennslunnar, í síma eða tölvupósti til að finna hentugan tíma fyrir hljóðfærakennsluna.   

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna með tölvupósti, [email protected] til að ganga frá hvernig greiða skal skólagjöldin í ár.

Hægt er að greiða gjöldin í heilu lagi með millifærslu inn á reikning okkar 101-26-682828, Kt. 420179-0229 

Ef engin ósk um greiðslufyrirkomulag berst, verður greiðslunum skipt á 5 mánuði með fyrsta gjalddaga í október.

Þeir sem ætla að nýta sér frístundastyrkinn þurfa að tilkynna það skrifstofunni í tölvupósti, ekki seinna en 10.september, svo hægt verði að virkja hann.

Að gefnu tilefni vil ég minna á að ef nemandi vill segja upp skólavist þarf hann að gera það með þriggja mánaða fyrirvara. 

Vinsamlegast látið skrifstofu vita af breyttum heimilisföngum, símanúmerum eða tölvupósti.