Óperu-og sönglaga tónleikar verða haldnir föstudaginn 18. nóvember kl 18:00.  Fluttir verða nokkrir dúettar og tríó ásamt sönglögum úr ýmsum áttum. Þetta verða fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar þar sem nemendur spreyta sig á hinum ýmsu hlutverkum.

Söngdeildin hefur fengið til liðs við sig Jóhann Smára Sævarsson bassa til að vinna þessi verkefni leikrænt á sviði og er það mikill fengur að fá að njóta krafta hans.

Flytjendur eru nemendur úr söngdeildinni ásamt píanóleikurunum Bjarna Þór Jónatanssyni og Jóni Sigurðssyni.

 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.