Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Verkfall hjá hluta tónlistarkennara

23.10.14

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að félagsmenn í Félagi tónlistarkennara hófu verkfall miðvikudaginn 22. október og mun öll kennsla þeirra falla niður. Hluti kennara skólans eru í Félagi Íslenskra Hljómlistamanna og mun þeirra kennsla haldast óbreytt. Vinsamlegast farið vel yfir listann hér fyrir neðan því í sumum tilfellum fær nemandinn söng- eða hljóðfæratíma en ekki tónfræðitíma og... Lesa meira

Vetrarfrí og yfirvofandi verkfall

19.10.14

Vetrarfrí verður í Nýja tónlistarskólanum mánudaginn 20. október til miðvikudagsins 22. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. október. Ef kemur til verkfalls kennara í Félagi Tónlistarkennara (FT) mun það hefjast miðvikudaginn 22. október. Þetta mun ekki hafa áhrif á kennslu kennara sem eru í Félagi Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH). Þeir eru ekki enn búnir að boða til verkfalls. Ef... Lesa meira

Tónleikar

01.10.14

Tónleikar verða á sal skólans kl.18 mánudaginn 13. október. Allir velkomnir

Tónleikar

17.09.14

Fyrstu tónleikar vetrarins verða þriðjudaginn 30. september kl.18 á sal skólans. Allir hjartanlega velkomnir

Nýtt skólaár að hefjast

18.08.14

Fyrsti kennsludagur í Nýja tónlistarskólanum verður mánudaginn 25.ágúst. Kennarar verða í sambandi við nemendur fyrir helgi til að finna tíma sem henta.

Forskólinn

17.07.14

Við getum bætt við okkur nokkrum nemendum í Forskólann okkar. Yfirleitt byrja nemendur á aldrinum 6 til 8 ára í Forskóla. Þar læra þau að lesa nótur, syngja og spila á ýmis hljóðfæri. Seinni hluta skólaársins eru haldnar hljóðfærakynningar til að hjálpa nemendum að velja sér hljóðfæri fyrir næsta vetur, þegar hljóðfæranámið hefst. Forskólanemendur hafa forgang í hljóðfæradeildirnar að loknu... Lesa meira

Rafræn Reykjavík

28.05.14

Vegna uppfærslu á Rafrænni Reykjavík (mínar síður) verður ekki hægt að vinna inn í kerfinu frá kl. 08:00 miðvikudaginn 28. maí, áætlað er að kerfið opni aftur kl. 08:00 föstudaginn 30. maí. Starfsmenn borgarinnar og íbúar munu ekki geta notað Rafræna Reykjavík á meðan uppfærslu stendur.

Skólaslit

19.05.14

Skólaslit Nýja tónlistarskólans verða í Grensáskirkju þriðjudaginn 27.maí kl.18. Við viljum hvetja nemendur til að mæta og taka við prófskírteinum sínum og auðvitað í leiðinni að þakka kennurum sínum fyrir veturinn. Skólaslitin taka ekki nema um 40 mínútur. Boðið er upp á mikið af tónlist þannig að engum ætti að leiðast! Foreldrar og ættingjar eru hjartanlega velkomnir.