Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Skólaárið hefst 25.ágúst

18.08.16

Kæru foreldrar og nemendur Skólastarfið í Nýja tónlistarskólanum hefst fimmtudaginn 25. ágúst samkvæmt stundarskrá.   Kennarar munu hafa samband við ykkur í gegnum síma eða tölvupóst til að finna hentugan tíma fyrir hljóðfærakennsluna. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna í síma 553-9210 eða sendið tölvupóst, [email protected] til að ganga frá hvernig greiða skal skólagjöldin í ár.     Þeir sem ætla... Lesa meira

Gleðilegt sumar!

29.05.16

Nú er Nýi tónlistarskólinn kominn í sumarfrí. Skrifstofan verður opin fram í miðjan júní, frá 13-17. Ef þið þurfið að ná í okkur þá endilega sendið okkur línu á [email protected] Takk fyrir veturinn!

Framhaldsprófstónleikar

22.05.16

Kristín Sunna Uwesdóttir mun halda framhaldsprófstónleika sína fimmtudaginn 26.maí kl.20 á sal Nýja tónlistarskólans. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Polenc, Henze og Debussy. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Vortónleikar

09.05.16

Nú fer að styttast í vortónleikaröð skólans. Fyrir utan tónfundina sem hver kennari heldur fyrir sína nemendur, verða þrennir almennir tónleikar: föstudaginn 20.maí (yngri deildir), mánudaginn 23.maí (eldri deildir) og miðvikudaginn 25.maí (söngdeild).

Tónleikar

01.04.16

Næstu tónleikar skólans verða föstudaginn 8.apríl kl.18 á sal skólans. Allir velkomnir.

Páskafrí

16.03.16

Páskafrí Nýja tónlistarskólans hefst mánudaginn 21.mars. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 29.mars.   Gleðilega Páska!

Forkeppni fyrir Nótuna

11.03.16

Forkeppni fyrir Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, verður haldin um helgina. Tinna Rún Emilsdóttir, píanónemandi, mun taka þátt í keppninni fyrir hönd skólans. Hún ætlar að leika Menúett í G-dúr eftir J.S. Bach. Við óskum henni góðs gengis og þökkum henni fyrir að taka þátt.

Tónleikar

08.03.16

Næstu tónleikar skólans verða föstudaginn 11.mars kl.18 á sal skólans. Allir velkomnir!

Tónleikar

08.03.16

Næstu tónleikar skólans verða föstudaginn 8.apríl kl.18. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Vetrarfrí

18.02.16

Vetrarfrí, í Nýja tónlistarskólanum, verða fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. febrúar.