Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Archives

Vinnusmiðjur fyrir alla söng- og hljóðfæranemendur

09.05.24

Dagana tvo fyrir skólaslitin, miðvikudaginn og fimmtudaginn 22. og 23 maí, verða opnar vinnusmiðjur fyrir alla hljóðfæra- og söngnemendur, frá kl.16-18 báða dagana. Nemendur geta þá valið sér annan hvorn daginn, já eða báða dagana ef þeir vilja. Leiðbeinandi verður Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, kennari við Guildhall School of Music and Drama. Hún stýrir skapandi tónlistar- og tónsmíðanámskeiðum við tónlistarháskóla og við... Lesa meira

Skólaslit

09.05.24

Skólaslit verða í Grensáskirkju, föstudaginn 24.maí kl.18. Við hvetjum alla nemendur, sérstaklega þá sem hafa tekið stigs- eða áfangapróf, til að mæta og taka við prófskírteinum sínum. Athöfnin tekur ekki nema um hálftíma þannig að enginn ætti að missa af sjónvarpsfréttunum 🙂

Nemendur að ljúka námi við skólann

09.05.24

Tveir píanónemendur og einn söngnemandi eru að ljúka námi við skólann núna í vor. Berglind Björk Guðnadóttir lýkur einsöngvara prófi sínu með tónleikum á sal skólans 15.maí kl.17:30. Um meðleik sér Jón Sigurðsson. Oddur Sigurðarson lýkur sínu framhalds- prófi með tónleikum á sal skólans 15.maí kl.19:00 Adrian Aron Nastor lýkur sínu framhalds- prófi með tónleikum á sal skólans 16.maí kl.19:00

Tónleikar í maí

09.05.24

13.maí kl.17:00 Gítardeild 14.maí kl.18:30 nemendur Helga Heiðars 15.maí kl.17:00 Forskólinn 16.maí kl.17:00 Strengjadeild 17.maí kl.17:30 nemendur Vilhelmínu og Erlu Rutar 21.maí kl.17:00 nemendur Olivers. kl.18:00 nemendur Jóns