Undanfarin ár hafa verið haldnir þematónleikar hér í Nýja tónlistarskólanum. Á síðasta ári breyttum við örlítið þessum skemmtilega sið og héldum í staðinn opinn dag. Þá voru haldnir fernir tónleika frá 11 til 16 og svo var boðið upp á léttar veitingar og kaffihúsastemningu.

Við ætlum að endurtaka leikinn næsta laugardag.

Fyrstu tónleikarnir hefjast kl.11:30, þar koma fram Forskólanemendur og yngri hljóðfæranemendur.

Klukkan 12:30 koma eldri nemendur fram

Klukkan 13:30 verður boðið upp á samspil ýmiskonar

Á síðustu tónleikunum, kl.15, verður svo blanda af söngnemendum og hljóðfæranemendum.

 

Boðið verður upp á heitt kakó og kleinur á „Kaffihúsi“ Nýja tónlistarskólans

 

Endilega takið með ykkur gesti