Nám í Nýja Tónlistarskólanum

Hafir þú áhuga á að sækja um í Nýja tónlistarskólanum biðjum við þig um að fara inn á sérstaka skráningarsíðu skólans.

Fara á skráningarsíðu

Ef einhverjar spurningar vakna, eða þig vantar aðstoð, þá endilega sendu okkur línu.

×

Masterklass fyrir píanónemendur

14.03.17

Fimmtudaginn 30.mars, kl.17-21, mun Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, koma í heimsókn og halda masterklass fyrir píanódeild skólans. Valdir hafa verið nokkrir nemendur sem Edda mun leiðbeina, en öllum er frjálst að mæta og fylgjast með. Við viljum hvetja alla píanónemendur til að mæta og fylgjast með.

Óveður

24.02.17

Eins og varla hefur farið fram hjá ykkur þá er ansi slæmt veður í dag, föstudaginn 24.febrúar. Einhverjir grunnskólar hafa fellt niður kennslu vegna veðurs. Nýi tónlistarskólinn verður opinn í dag og viljum við að foreldrar taki sjálfir ákvörðun um hvort börnin mæti í tíma. Gott væri að fá tilkynningu frá þeim sem hyggjast ekki senda börnin í tónlistarskólann.

Vetrarfrí

17.02.17

Vetrarfrí verður í Nýja tónlistarskólanum, mánudaginn og þriðjudaginn 20. og 21. febrúar. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 22. febrúar.

Þemadagurinn

13.02.17

Þemadagur Nýja tónlistarskólans var haldinn síðasta laugardag. Dagurinn gekk sérstaklega vel. Þátttaka hefur aldrei verið meiri. Boðið var upp á 5 tónleika og svo auðvitað heitt súkkulaði og kleinur. Okkur reiknast til að borðaðar hafir verið tæplega 450 kleinur og með þeim drukknir 25 lítrar af heitu súkkulaði. Takk fyrir komuna!  

Gleðilegt ár!

03.01.17

Við vonum að þið hafið öll átt ánægjuleg jól og áramót og auðvitað haft tíma til að æfa ykkur aðeins. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4.janúar.

Karma Brigade sigraði!

14.12.16

Karma Brigade, ein af hljómsveitum Miðstöðvarinnar (rythmadeild Nýja tónlistarskólans), gerði sér lítið fyrir og sigraði Jólalagakeppni Rásar 2, með laginu Jólanna hátíð er. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Óperu- og sönglagatónleikar

14.11.16

Óperu-og sönglaga tónleikar verða haldnir föstudaginn 18. nóvember kl 18:00.  Fluttir verða nokkrir dúettar og tríó ásamt sönglögum úr ýmsum áttum. Þetta verða fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar þar sem nemendur spreyta sig á hinum ýmsu hlutverkum. Söngdeildin hefur fengið til liðs við sig Jóhann Smára Sævarsson bassa til að vinna þessi verkefni leikrænt á sviði og er það mikill fengur... Lesa meira

Foreldraviðtöl

11.10.16

Foreldraviðtöl verða frá fimmtudeginum 13. til miðvikudagsins 19.október. Þá mæta foreldrar/ forráðamenn með nemandanum í tímann, fá að heyra hvað verið er að fást við hverju sinni. Síðan er gott að nemandinn bregði sér fram ef foreldri og kennari þurfa að ræða einslega. Við hvetjum foreldra/ forráðamenn að vera í sambandi við kennara og stjórnendur ef eitthvað bjátar á. Hvort... Lesa meira

Strengjasveitastarf á haustönn

11.10.16

Nú erum við búin að skipuleggja strengjasamspil fyrir haustönnina. Ég vil biðja ykkur um að skoða dagsetningarnar vel og vandlega og taka frá þessa daga.   Æfingarnar verða: og 29.október, 19.nóvember og 3 desember. Þessari vinnu lýkur svo með stuttum tónleikum þann 3.desember kl.13:30     Dagskrá hvers laugardags verður svona:   11-11.45 allir strengjanemendur saman – strengjasveit 11:50-12.30 minni... Lesa meira

Nokkur laus pláss

25.08.16

Við eigum nokkur laus pláss í forskóla, söngdeild og fiðludeild. Vinsamlegast hafið samband á milli 13 og 18 alla virka daga eða með tölvupósti:  [email protected]